Ástandsmat

Í þessu verkefni verða ákveðnar lykilmælibreytur mældar og niðurstöðurnar nýttar til að meta ástand vistkerfisins og raða því á ástandskvarða. Ástandskvarðinn nær frá heilu vistkerfi (viðmiðunarvistkerfi hvers svæðis) til hrunins vistkerfis. Hvar mörkin milli ástandsflokka liggja og þar með hvar þröskuldar vistkerfisins eru er þekking sem aflað verður í verkefninu. Breyting á ástandi auðlindanna verður ákvörðuð með samanburði á milli ára eða mælinga.

 

Breyting á ástandi auðlindanna verður ákvörðuð með samanburði á milli ára eða mælinga . Út frá þeim upplýsingum er svo metið hvort landnýting sé sjálfbær og hvar grípa þurfi til aðgerða (sjá mynd hér að neðan). Í heilum vistkerfum sem eru stöðug eða í framför þarf aðeins að fylgjast með breytingum enda nýtingin sjálfbær. Sama á við um röskuð vistkerfi þar sem nýting tefur ekki framför (grænt). Hnignuðum vistkerfum sem eru í framför og röskuðum vistkerfum sem eru stöðug, eða heilum vistkerfum sem hnignar, þarf að fylgjast með og breyta landnýtingu (gult). Strax þarf að grípa til aðgerða ef vistkerfi teljast hnignuð en eru jafnframt í stöðugu ástandi eða í afturför (rautt).