Þróun sjálfbærnivísa

Annað af meginmarkmiðum GróLindar er að þróa sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu. Við þróun einfaldra vísa til að meta sjálfbærni landnýtingar er nauðsynlegt að hafa skilning á áhrifum mismunandi landnýtingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa. Í verkefninu er stefnt að því að auka þennan skilning með því að; 1) vakta gróður- og jarðvegsauðlindir, 2) safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og 3) auka þekkingu með rannsóknum. Þegar eru hafnar rannsóknir til að m.a. skoða beitaratferli sauðfjár í sumarhögum og fylgjast með því hvort gróður þróist með mismunandi hætti á beittu og friðuðu land.