GPS kindur

18.09.2018/ Í vor hófst áhugavert verkefni í tengslum við GróLind þar sem staðsetningartæki var sett á yfir 100 lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda, styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Markmið verkefnisins er að skoða atferli sauðfjár í sumarhögum í samstarfi við bændur um allt land. Sumarið 2018 var haft samstarf við […]

Nánar

Ábyrg matvælaframleiðsla – Ísland og heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna

01.07.2018 / Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þann 31. maí í Hörpu. Á ráðstefnunni var fjallað um það hvernig fyrirtæki í matvælageiranum geta tileinkað sér ábyrga framleiðsluhætti, t.d. með því að auka sjálfbærni, minnka sóun, auka hagkvæmni í orkunotkun, bæta nýtingu auðlinda og ganga vel um umhverfið. Á ráðstefnunni hélt Bryndís […]

Nánar

Ný grein um áhrif nýtingar á gróður- og jarðvegsauðlindirnar

20.04.2018 / Sjálfbær stjórnun landnýtingar krefst góðrar þekkingar á starfsemi vistkerfanna og hvaða þættir knýja virkni þeirra. Sem dæmi má taka að víða á Íslandi hefur átt sér stað umfangsmikil gróður- og jarðvegseyðing sem afleiðing af samþættum áhrifum náttúrlegra ferla á borð við loftslag og eldvirkni auk áhrifa mannsins frá landnámi með skógarhöggi og búfjárbeit. Það er því lykilatriði fyrir […]

Nánar

Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi

20.12.2017 / Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi er ný grein, eftir Bryndísi Marteinsdóttur og tvo aðra höfunda, sem birtist nýlega í Icelandic Agricultural Science.  Höfundar gefa yfirlit yfir rannsóknir og skrif um áhrif sauðfjárbeitar á úthaga hérlendis og fóru í gegnum 347 greinar fyrir þá vinnu. Einungs 44 þeirra voru með haldbær töluleg gögn til að gera safngreiningu (e: meta analysis) á áhrifum […]

Nánar

Áætlun um mat á gróðurauðlindum

14.03.2017 / Þann 14. mars 2017 gerðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, með sér samkomulag til 10 ára um um mat á gróðurauðlindum. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og gera grein fyrir breytingum þar á. Sjá nánar frétt á vef Landgræðslu ríkisins

Nánar