GróLind er verkefni sem ætlað er að skila með reglubundnum hætti heildarmati á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins, og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.

Verkefnið er byggt á samkomulagi milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands, Landgræðslu ríkisins og Landssamtaka sauðfjárbænda.  Landgræðsla ríkisins er með yfirumsjón verkefnisins en verkefnið er fjármagnað í gegnum búvörusamningana og með eigin framlagi Landgræðslu ríkisins.  

Fréttir og tilkynningar

GróLind 2018

Ársskýrsla GróLindar fyrir árið 2018 er komin út. Helstu verkefni ársins 2018 voru: Skilgreina það svæði á Íslandi sem GróLindarverkefnið nær yfir Þróa aðferðir við vöktun jarðvegs- og gróðurauðlinda landsins …
Nánar

GPS kindur

18.09.2018/ Í vor hófst áhugavert verkefni í tengslum við GróLind þar sem staðsetningartæki var sett á yfir 100 lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Landgræðslu …
Nánar

Ábyrg matvælaframleiðsla – Ísland og heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna

01.07.2018 / Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þann 31. maí í Hörpu. Á ráðstefnunni var fjallað um það hvernig fyrirtæki í …
Nánar

Ný grein um áhrif nýtingar á gróður- og jarðvegsauðlindirnar

20.04.2018 / Sjálfbær stjórnun landnýtingar krefst góðrar þekkingar á starfsemi vistkerfanna og hvaða þættir knýja virkni þeirra. Sem dæmi má taka að víða á Íslandi hefur átt sér stað umfangsmikil …
Nánar

Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi

20.12.2017 / Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi er ný grein, eftir Bryndísi Marteinsdóttur og tvo aðra höfunda, sem birtist nýlega í Icelandic Agricultural Science.  Höfundar gefa yfirlit yfir rannsóknir og skrif um áhrif …
Nánar

Áætlun um mat á gróðurauðlindum

14.03.2017 / Þann 14. mars 2017 gerðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Landgræðsla ríkisins og Landssamtök sauðfjárbænda, með sér samkomulag til 10 ára um um mat á gróðurauðlindum. Markmið verkefnisins …
Nánar